Search

Gleðilegan fiski-febrúar!


Þó að gömlu góðu fiskibollurnar og fiskurinn í raspinu sé alltaf klassík þá er kominn tími til að prófa sig áfram í eldhúsinu þegar kemur að fisk.


Ég útbjó þennan frábæra fiski-hamborgara sem sló í gegn á mínu heimili. Ég elska að stíga út fyrir boxið þegar ég elda fisk og ég verð að segja að þessi fiskborgari var ekki síðri en nauta-borgari.


Þessa uppskrift ásamt fleiri nýtískulegum fiskiuppskriftum má finna inn á www.fiskimatinn.is


Uppskrift fyrir 2

150 g þorskbiti

1 msk olía

70 g saxaðar döðlur

30 g rifinn cheddar ostur

60 g rifinn ostur

5 g smátt skorinn graslaukur

Sjávarsalt og pipar

200 g hveiti

200 g eggjahvítur

250 g brauðraspur

Hamborgarabrauð

80 g chilimajónes

Salatblöð

3 sneiðar gúrka

2 sneiðar tómatar

20 g pikklaður laukur

Olía til djúpsteikingar


Aðferð

1. Bakið þorskbita með olíu og sjávarsalti á 180°C í 10 mín.

2. Setjið bakaðan fisk í skál og bætið við graslauk, döðlum, cheddar, rifnum osti, salti og pipar.

3. Mótið borgara og frystið í a.m.k. 5 klst.

4. Veltið upp úr hveiti, eggjahvítum og brauðraspi og djúpsteikið við 180°C í 5 mín.

Samsetning

1. Smyrjið hamborgarabrauð með chilimajónesi.

2. Raðið grænmeti, pikkluðum lauk og fiskborgurum á brauðin og berið fram.


#samstarf #fiskimatinn ps. væri gaman að sjá ykkar #fiskimatinn verði ykkur að góðu!

INSTAGRAM: @elisavidars


432 views0 comments

Recent Posts

See All