Search

Morgunmatur

Morgunmatur eða á ensku breakfast (beak-fast) þýðir að rjúfa föstu eftir nóttina. Að næturlagi er líkaminn í léttu föstuástandi og þegar við vöknum hefur líkaminn unnið úr þeirri fæðu sem var í meltingarkerfinu þegar við lögðumst á koddann.


Til margra ára hefur verið talað um að morgunmatur sé mikilvægasta máltíð dagsins. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að allar máltíðir eru jafn mikilvægar. Hver og einn þarf að finna út hjá sjálfum sér hvenær sé æskilegast að borða fyrstu máltíð dagsins, sumir geta borðað um leið og þeir vakna en öðrum finnst betra að bíða með að borða í einhvern tíma. Ágætt er að miða við þessa reglu (á þó ekki alltaf við hjá íþróttamönnum):


1. Ef þú ert svangur, borðaðu.

2. Þegar þú ert orðinn saddur, stoppaðu.


Íþróttamenn þurfa sérstaklega að byggja sitt mataræði á því hvenær þeir æfa, hversu oft þeir æfa, hver eru markmiðin með þjálfuninni og svo framvegis.


Mig langar að deila með ykkur uppskrift af hafragraut sem ég borða nánast alla morgna.

Þennan graut útbý ég að kvöldi og tek með mér í vinnuna daginn eftir. Ég nýt þess í botn að borða grautinn þegar ég er orðin svöng, vanalega í kring um 09.


Hafragrautur yfir nótt.

1 dl hafrar

1 msk chia fræ

1 msk hampfræ

1 tsk kanill

Smá salt

2 dl möndlumjólk


Aðferð: Allt sett saman í krukku og geymt í kæli yfir nótt. Daginn eftir toppa ég svo grautinn með hnetusmjöri og epli sem ég sker í teninga.



Kaloríur: 560

Kolvetni: 54 g

Fita: 29 g

Prótein: 18 g


Njótið vel!




191 views0 comments

Recent Posts

See All